Hamar réð ekki við Chelsie

Kvennalið Hamars í körfubolta tapaði 64-81 í Domino’s-deildinni í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði.

Chelsie Schweers reyndist fyrrum samherjum sínum í Hamri erfiður ljár í þúfu en hún skoraði meira en helming stiga Stjörnuliðsins.

Hamarskonur léku reyndar mjög vel framan af í sínum fyrsta leik undir stjórn Odds Benediktssonar, sem er nýtekinn við þjálfun liðsins.

Hamar leiddi í hálfleik, 39-37, og staðan var jöfn þegar síðasti fjórðungurinn hólfst, 57-57. Þar gerðu gestirnir hins vegar út um leikinn með 24-2 áhlaupi á átta mínútna kafla.

Að loknum fimm umferðum er Hamar enn á botni deildarinnar án stiga.

Tölfræði Hamars: Suriya McGuire 20 stig/4 varin skot, Nína Jenný Kristjánsdóttir 14 stig/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 8 stig, Íris Ásgeirsdóttir 7 stig/7 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7 stig/6 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 4 stig/13 fráköst/4 varin skot (16 í framlag), Hrafnhildur Magnúsdóttir 2 stig, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig.

Stigahæstar hjá Stjörnunni: Chelsie Schweers 41 stig/8 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16 stig/25 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 11 stig/5 stoðsendingar.

Fyrri greinEkki meiri velta síðan í október 2007
Næsta greinStarfsemi gistiheimilisins fer vel af stað