Hamar óvænt úr leik

Hamarsmenn féllu óvænt úr Valitor-bikar karla í knattspyrnu í dag þegar liðið tapaði 4-1 gegn 3. deildarliði Léttis.

Vilhjálmur Vilhjálmsson kom Hamri yfir snemma leiks en Léttismenn svöruðu fyrir sig og staðan var 2-1 í hálfleik.

Léttismenn skoruðu tvö mörk til viðbótar í síðari hálfleik og Hamarsmenn luku leik tveimur færri eftir að Vilhjálmur og Sigurður Þór Reynisson fengu báðir sitt annað gula spjald í seinni hálfleik.