Hamar opnaði Íslandsmótið á sigri

Úr leik hjá Hamri í sumar. Bjarki Rúnar Jónínuson með boltann. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íþróttafélagið Hamar og Knattspyrnufélagið Miðbær Reykjavík mættust í opnunarleik Íslandsmóts 4. deildar karla í knattspyrnu á Grýluvelli í Hveragerði í kvöld.

Hvergerðingar byrjaði Íslandsmótið af krafti, þeir voru sterkari aðilinn í leiknum og Bjarki Rúnar Jónínuson kom yfir strax á 11. mínútu leiksins. Hann var svo aftur á ferðinni á 28. mínútu með glæsimarki þar sem hann sólaði þrjá leikmenn gestanna áður en hann afgreiddi boltann í netið.

Hamar þurfti ekkert að óttast í seinni hálfleik og Oskar Dagur Eyjólfsson bætti við þriðja marki þeirra á 71. mínútu og þar við sat, lokatölur 3-0.

Hamar leikur í C-riðli 4. deildar í sumar, nokkum sterkum riðli þar sem andstæðingarnir eru meðal annars Berserkir, KÁ og Skallagrímur. Hamri er spáð 5. sætinu í riðlinum af sérfræðingi fotbolti.net.

Fyrri greinSveitarstjóraskipti í Rangárþingi eystra
Næsta greinSækja slasaða konu við Hrómundartind