Hamar og Uppsveitir komust ekki á blað

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar og Uppsveitir töpuðu sínum leikjum í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

Hamar heimsótti KH á Hlíðarenda þar sem heimamenn voru í miklu stuði í fyrri hálfleik og skoruðu fimm mörk. Leikurinn róaðist í seinni hálfleik en KH bætti við marki úr vítaspyrnu á 70. mínútu og lokatölur urðu 6-0. Markaskorarar KH voru Luis Cabrera (2), Luis Rodriguez, Patrik Írisarson Santos, Kristófer Kjeld og Magnús Axelsson.

Í Borgarnesi mættust Skallagrímur og Uppsveitir í hörkuleik. Hann var markalaus lengst af en Skallagrímur var sterkari á lokasprettinum og skoraði tvö mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Sölvi Snorrason kom þeim yfir áður en Ólafur Bjarki Stefánsson innsiglaði 2-0 sigur á 78. mínútu.

Fjórða umferð 4. deildarinnar heldur áfram í kvöld. Stórleikur umferðarinnar er leikur Árborgar og KFK á Selfossvelli kl. 20, Álftanes og Tindastóll mætast kl. 19:15 og hádegisleikurinn á morgun er viðureign KÁ og Vængja Júpíters á Ásvöllum kl. 11:30.

Fyrri greinEinstök kvöldstund með Bjartmari í kvöld
Næsta greinAlvöru girðingarvinna heldur manni í formi