Hamar og Selfoss töpuðu leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar heimsótti Breiðablik á meðan Selfoss ferðaðist til Hornafjarðar og mætti Sindra.
Hamar byrjaði betur gegn Breiðabliki og náði 11 stiga forskoti í 1. leikhluta en Breiðablik svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 52-42 í hálfleik. Hamarsmenn komust aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks en Blikar náðu góðu áhlaupi í upphafi 4. leikhluta og þeir tryggðu sér að lokum 93-88 sigur.
Í Hornafirði var leikur Sindra og Selfoss í járnum í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 51-51 í leikhléi. Úrslitin réðust í 3. leikhluta þar sem Sindramenn fóru á kostum og staðan var 81-69 þegar 4. leikhluti hófst. Selfoss klóraði í bakkann í lokin en Sindri vann að lokum öruggan sigur, 101-94.
Sigurinn lyfti Sindramönnum upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig, Selfoss er í 7. sæti með 10 stig og Hamar í 12. sæti með 2 stig.
Breiðablik-Hamar 93-88 (24-27, 28-15, 20-27, 21-19)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Peters 16/17 fráköst/5 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson 14/4 fráköst, Arnar Dagur Daðason 12, Birkir Máni Daðason 9, Egill Þór Friðriksson 8, Jens Klostergaard 5, Atli Rafn Róbertsson 4/4 fráköst.
Sindri-Selfoss 101-94 (24-26, 27-25, 30-18, 20-25)
Tölfræði Selfoss: Collin Pryor 28/7 fráköst, Steven Lyles 27/4 fráköst, Kristijan Vladovic 12/4 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 9, Gísli Steinn Hjaltason 5, Óðinn Freyr Árnason 5/6 fráköst, Fjölnir Morthens 3/4 fráköst, Tristan Máni Morthens 3, Fróði Larsen Bentsson 2.
Tölfræði Sindra: Jason Gigliotti 35/15 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 18, Clayton Ladine 15/5 fráköst/11 stoðsendingar, Myles McCrary 14/9 fráköst, Srdan Stojanovic 8/5 fráköst, Magnús Dagur Svansson 8, Erlendur Björgvinsson 3.

