Hamar og Selfoss mætast í bikarnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum í KFR í 1. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Leiknisvellinum í Breiðholti í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Pétur Smári Sigurðsson kom Hamri yfir um miðjan seinni hálfleikinn og reyndist það eina mark leiksins. Rangæingar spiluðu manni færri síðasta korterið, eftir að Ævar Már Viktorsson fékk að líta rauða spjaldið og manni færri tókst KFR ekki að jafna.

Það er því ljóst að Hamar og Selfoss munu mætast í 2. umferð Mjólkurbikarsins þann 23. apríl næstkomandi. Aðrir sunnlenskir leikir í 2. umferðinni eru Uppsveitir-Reynir Sandgerði og Ægir-KFS sem báðir verða leiknir á sumardaginn fyrsta.

Fyrri greinStaðgreiddi stóra sekt á Mýrdalssandi
Næsta greinMikill samtakamáttur við ströndina