Hamar og Selfoss fá heimaleiki

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag var dregið í 1. umferð bikarkeppni karla í körfubolta. Fjögur sunnlensk lið voru í pottinum.

Úrvalsdeildarlið Þórs Þorlákshöfn heimsækir 2. deildarlið ÍA á Akranes, á Selfossi verður 1. deildarslagur þar sem Selfoss mætir Álftanesi og 1. deildarlið Hamars fær úrvalsdeildarlið Grindavíkur í heimsókn.

Hrunamenn eru eitt þeirra liða sem sitja hjá í 1. umferð og fara þeir því beint í 16-liða úrslitin.

Leikirnir í 1. umferð bikarsins fara fram 11.-13. október næstkomandi.