Hamar og KFR töpuðu

Hamar og KFR töpuðu bæði leikjum sínum í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.

Hamar lék gegn KV á KR-velli í B-deildinni og höfðu heimamenn 4-2 sigur. Alexander Lúðvíksson og Björn Ívar Björnsson skoruðu mörk Hamars. KV koms í 3-0 áður en Alexander minnkaði muninn og Björn Ívar skoraði síðasta mark leiksins.

KFR heimsótti Ými í Fagralund í C-deildinni þar sem Kópavogsliðið sigraði 3-2. Reynir Björgvinsson skoraði bæði mörk KFR.