Hamar og FSu töpuðu

Hamar og FSu töpuðu leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. FSu fékk Vestra í heimsókn og Höttur kíkti í Hveragerði.

Hamar tók í móti toppliði Hattar í hörkuleik. Hamar byrjaði betur í leiknum og leiddi 26-22 eftir 1. leikhluta. Höttur svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og tók forystuna fyrir hálfleik, 45-51.

Seinni hálfleikurinn var hnífjafn, og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir var staðan 91-93. Þá gerðu Hattarmenn 1-8 áhlaup þar sem og gerðu út um leikinn. Hamar náði að skora fimm stig á lokasekúndunum en nær komust þeir ekki. Lokatölur urðu 98-104.

Christoper Woods var stigahæstur hjá Hamri með 30 stig og 18 fráköst. Snorri Þorvaldsson skoraði 18, Erlendur Stefánsson 15, Hilmar Pétursson 14 og Örn Sigurðarson 11.

FSu missti Vestra uppfyrir sig á stigatöflunni með 70-80 tapi. FSu er nú í 7. sætinu með 12 stig en Vestri í því 6. með 14 stig. Ekki hafa borist nánari upplýsingar um gang mála eða tölfræði úr Iðu.

Fyrri greinSex leikmenn skrifa undir – Sveinbjörn ráðinn aðstoðarþjálfari
Næsta greinRaw bláberja- og sítrónukaka