Hamar og FSu sigruðu

Hamar vann öruggan sigur á Ármanni og FSu lagði Skallagrím í hörkuleik í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld.

Þetta var síðasti leikur Hamars í A-riðlinum og áttu þeir ekki í neinum vandræðum með botnlið Ármanns. Staðan í hálfleik var 31-53 og munurinn jókst til muna í upphafi síðari hálfleiks. Að lokum skildu 39 stig liðin að, 62-101.

Tölfræði Hamars: Samuel Prescott Jr. 29 stig/6 fráköst/5 varin skot, Oddur Ólafsson 21 stig, Örn Sigurðarson 16 stig/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 11 stig.

Fyrri hálfleikur í Borgarnesi var jafn og spennandi en staðan var 46-48 í hálfleik, FSu í vil. FSu náði svo ellefu stiga forskoti í 3. leikhluta og héldu Borgnesingum frá sér eftir það. Lokatölur urðu 101-106.

Tölfræði FSu: Cristopher Caird 28 stig/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 24 stig/8 fráköst, Christopher Anderson 21 stig/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 9, Hlynur Hreinsson 8/8 stoðsendingar.

Fyrri greinGunnar ráðinn yfirmaður knattspyrnumála á Selfossi
Næsta greinMílan á toppnum í 1. deildinni