Hamar og FSu með stórsigra

Hamar vann Vestra stórt á útivelli í kvöld í 1. deild karla í körfubolta og á sama tíma vann FSu Ármann, einnig á útivelli.

Hvergerðingar lentu ekki í neinum vandræðum á Ísafirði og voru komnir með gott forskot í hálfleik, 25-58. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Hamar vann báða leikhlutana og að lokum skildu 46 stig liðin að, 65-111.

Erlendur Stefánsson var stigahæstur hjá Hamri með 31 stig, Christopher Woods skoraði 28 og þeir Örn Sigurðarson og Snorri Þorvaldsson skoruðu báðir 16 stig.

FSu hafði góð tök á leiknum gegn botnliði Ármanns í fyrri hálfleik og staðan var 32-46 í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn en í þeim fjórða stakk FSu liðið endanlega af og vann að lokum öruggan sigur, 59-86.

Ari Gylfason var stigahæstur hjá FSu með 21 stig, Hlynur Hreinsson skoraði 20, Terrence Motley skoraði 19 stig og tók 11 fráköst og Arnþór Tryggvason skoraði 10 stig.

Hamar er áfram í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en þar á eftir koma Vestri og FSu í 6.-7. sæti með 14 stig.

Fyrri greinTíu marka tap á Ásvöllum
Næsta greinFimleikadeildin vill að valnefnd kjósi íþróttafólk ársins