Hamar og FSu í toppbaráttunni

Hamar og FSu unnu góða heimasigra í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar lagði KFÍ 110-82 en FSu vann Þór Ak. 80-71.

Hamar var sterkari aðilinn allan tímann gegn KFÍ og leiddi 54-38 í hálfleik. Hvergerðingar mættu svo af krafti inn í seinni hálfleikinn og kláruðu leikinn sannfærandi.

Julian Nelson og Þorsteinn Gunnlaugsson voru stigahæstir hjá Hamri með 27 stig og Þorsteinn tók 15 fráköst að auki. Snorri Þorvaldsson skoraði 16 stig, Bjarni Rúnar Lárusson 11, Halldór Gunnar Jónsson 9, Kristinn Ólafsson 6, Örn Sigurðarson og Bjartmar Halldórsson 4 og þeir Sigurður Orri Hafþórsson, Stefán Halldórsson og Birgir Þór Sverrisson skoruðu allir 2 stig.

Á Selfossi mættust FSu og Þór. Heimamenn náðu góðu forskoti í 1. leikhluta og héldu forystunni fram að hálfleik, 38-29. Seinni hálfleikur var jafnari en FSu hélt sínu striki og vann að lokum með níu stiga mun.

Collin Pryor var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu, skoraði 15 stig og tók 18 fráköst. Maciej Klimaszewski skoraði 13 stig og tók 11 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson og Hlynur Hreinsson skoruðu 12 stig, Geir Helgason og Birkir Víðisson 8, Ari Gylfason 7 og Þórarinn Friðriksson 5.

Höttur er í toppsæti deildarinnar með 12 stig eftir átta leiki. Hamar hefur einnig tólf stig í 2. sæti en á leik til góða og FSu er í 3. sætinu með 10 stig, og hefur spilað sjö leiki eins og Hamar.

Fyrri greinSautján gómaðir á Sandskeiðinu
Næsta greinMílan tapaði með einu – Selfoss steinlá