Hamar missti tökin í lokin

Hamar tók á móti KR í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Hamar hafði gott forystuna nær allan leikinn en KR tryggði sér sigurinn á lokamínútunum, 71-78.

Hamar hafði yfirburði í 1. leikhluta, komst í 11-3 og staðan var 22-9 eftir tíu mínútna leik. KR hafði yfirhöndina í 2. leikhluta og minnkaði muninn niður í sex stig fyrir hálfleik, 36-30.

Þriðji leikhlutinn var jafn og sá fjórði einnig allt framundir leikslok. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 68-67 en KR lauk leiknum með 3-11 áhlaupi og vann að lokum sjö stiga sigur.

Di’Amber Johnson var stigahæst hjá Hamri með 28 stig, Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 17, Íris Ásgeirsdóttir 11 og Marín Laufey Davíðsdóttir 10 auk þess sem hún tók 13 fráköst.