Hamar missti af dýrmætum stigum

Hamar varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu 1. deildar karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Breiðabliki, 83-74.

Blikar byrjuðu með látum og leiddu að loknum 1. leikhluta, 30-19. Eftir það var leikurinn hnífjafn en Hamarsmenn náðu aldrei að brúa bilið. Staðan í hálfleik var 47-38.

Larry Thomas átti góðan leik fyrir Hamar og var stigahæstur með 21 stig. Þorgeir Freyr Gíslason var líka með fínt framlag í kvöld og skoraði 13 stig.

Hamar er í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en Breiðablik í 2. sæti með 20 stig.

Tölfræði Hamars: Larry Thomas 21/12 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 13/5 fráköst, Julian Nelson 10, Jón Arnór Sverrisson 8/7 fráköst/6 stolnir, Ísak Sigurðarson 7, Dovydas Strasunskas 6/5 fráköst, Oddur Ólafsson 3, Smári Hrafnsson 3, Þórarinn Friðriksson 3.

Fyrri greinPerla Ruth og Elvar Örn íþróttafólk Umf. Selfoss
Næsta greinLéleg skotnýting Hamars