Hamar með sex leikmenn á skýrslu

Dareial Franklin skoraði 21 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fáliðaðir Hamarsmenn áttu erfitt uppdráttar þegar þeir heimsóttu Sindra í 1. deild karla í körfubolta á Hornafjörð í kvöld. Sindri sigraði 118-67.

Hamar mætti aðeins með sex leikmenn til leiks í kvöld og sýndu þeir fljótlega þreytumerki. Sindri náði góðu forskoti í fyrri hálfleiknum og staðan var orðin 62-32 í hálfleik. Sveiflurnar voru minni í seinni hálfleik en forskot Sindra jókst jafnt og þétt allan leikinn.

Dareial Franklin var stigahæstur Hamars með 25 stig, þrátt fyrir mjög lélega skotnýtingu. Hann spilaði 40 mínútur í leiknum. Sigurður Dagur Hjaltason kom næstur honum með 22 stig.

Hamar er í 9. sæti 1. deildarinnar með 4 stig en Sindri er í 4. sæti með 18 stig.

Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 25/9 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 22/9 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 15/7 fráköst, Baldur Freyr Valgeirsson 2/6 fráköst, Haukur Davíðsson 2, Daníel Sigmar Kristjánsson 1.

Fyrri greinGul viðvörun í nótt
Næsta greinNjarðvík fór uppfyrir Þórsara