Hamar með bakið upp við vegg

Everage Richardson var með þrefalda tvennu í leiknum; 32 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn töpuðu fyrir Fjölni í kvöld í leik þrjú í einvíginu um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 102-94 og staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Fjölni.

Leikurinn var jafn allan tímann en Fjölnismenn voru skrefinu á undan stærstan hlutann. Staðan í hálfleik var 56-51 en Hamarsmenn létu til sín taka undir lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða þar sem þeir gerðu 21-6 áhlaup og breyttu stöðunni úr 82-69 í 88-90.  Fjölnismenn létu sér fátt um finnast og skoruðu næstu tólf stig í röð. Þá var leikurinn kominn á lokamínútuna og of seint fyrir Hamar að svara fyrir sig.

Everage Richardson lék vel fyrir Hamar í kvöld, skoraði 26 stig og tók 13 fráköst og Ragnar Jósef Ragnarsson var sömuleiðis öflugur með 24 stig.

Hamar þarf að vinna næsta leik, á mánudagskvöld í Hveragerði, til að tryggja sér oddaleik á útivelli, en nái Fjölnir að sigra í næsta leik hafa þeir tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Tölfræði Hamars: Everage Lee Richardson 26/13 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 24, Julian Rajic 14, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Florijan Jovanov 6, Oddur Ólafsson 5, Dovydas Strasunskas 4, Marko Milekic 4/7 fráköst, Kristófer Gíslason 3.

Fyrri greinÞrír Litháar úrskurðaðir í farbann
Næsta greinGul viðvörun í Breiðholtinu