Hamar með bakið upp við vegg

Máté Dalmay, þjálfari Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Karlalið Hamars í körfubolta tapaði þriðja leiknum í einvíginu gegn Vestra 85-94 í Hveragerði í kvöld og er því staðan í einvíginu 1-2. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst upp í úrvalsdeildina og Hamarsmenn eru því komnir með bakið upp við vegg.
Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 37-48 í hálfleik. Leikurinn var í járnum í 3. leikhluta en í þeim fjórða náði Hamar að minnka muninn niður í sex stig. Lengra komust þeir þó ekki og Vestramenn fögnuðu sigri.

Ruud Lutterman var bestur í liði Hamars í kvöld, skoraði 28 stig og tók 8 fráköst. Jose Aldana skoraði 13 stig og sendi litlar 23 stoðsendingar.

Fjórði leikur liðanna verður á Ísafirði næstkomandi föstudagskvöld.
Tölfræði Hamars: Ruud Lutterman 28/8 fráköst, Jose Aldana 13/7 fráköst/23 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 12/9 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 8, Maciek Klimaszewski 7, Steinar Snær Guðmundsson 6/4 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 6/6 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 5/4 fráköst.
Fyrri greinÁtta í framboði hjá Framsókn
Næsta greinDrífa ehf tekur við veitingarekstri á Þingvöllum