Hamar með gott forskot á toppnum

Hamarskonur eru komnar með sex stiga forskot í efsta sæti í 1. deildinni í körfubolta eftir góðan sigur á Stjörnunni á útivelli í dag, 61-70.

Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar og því var ljóst að um hörkuleik yrði að ræða en Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni í síðustu viku gegn KFÍ.

Hamarskonur voru sterkari í leiknum í dag og með þessum sigri eru þær nú með 16 stig á toppnum og hafa sex stiga forskot á Stjörnuna í 2. sæti þegar fyrri umferð deildarinnar er lokið.

Marín Laufey Davíðsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 21 stig en Íris Ásgeirsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir skoruðu báðar 11 stig.

Fyrri greinFlutt meðvitundarlaus á sjúkrahús
Næsta greinMár Ingólfur: Þakkir til bæjarstarfsmanna