Hamar marði Sindra – Selfyssingar töpuðu

Everage Richardson skoraði 22 stig fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann nauman sigur á Sindra og Selfoss tapaði gegn Breiðabliki í leikjum kvöldsins í 1. deild karla í körfubolta.

Hamar og Sindri mættust í Hveragerði og var leikurinn jafn framan af en í 2. leikhluta tóku Hvergerðingar af skarið og náðu góðu forskoti, 58-45 í hálfleik. Sindramenn komu til baka í seinni hálfleik og í 4. leikhluta náðu þeir 16-2 áhlaupi og breyttu þar stöðunni úr 92-80 í 94-96. Hamarsmenn héldu haus í lokin, skoruðu síðustu fimm stigin og sigruðu 99-96.

Everage Richardson var bestur í liði Hamars, skoraði 38 stig og tók 10 fráköst. Ragnar Ragnarsson skoraði 16 stig og Pálmi Geir Jónsson skoraði 14 stig og tók 11 fráköst.

Selfyssingar áttu erfitt uppdráttar þegar Breiðablik kom í heimsókn í Gjánna. Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 32-50 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari en forskot Blikanna öruggt og lokatölur urðu 76-93.

Christian Cunningham var bestir hjá Selfyssingum með 21 stig og 14 fráköst og Kristijan Vladovic skoraði 20 stig og stal 8 boltum.

Hamar er í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, eins og Breiðablik og Höttur, en Selfoss er í 6. sæti með 6 stig.

Fyrri greinNeyðarlegt að sjá Daða koma hlaupandi út úr kirkjunni
Næsta grein„Fyrir alla sem hafa gaman af því að hlæja“