Hamar mætir Hetti í undanúrslitum

Florian Jovanov skoraði 28 stig fyrir Hamar og Marvin Smith Jr 21 fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann öruggan heimasigur á Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld en Selfoss tapaði á sama tíma gegn Hetti á útivelli.

Hamar byrjaði af miklum krafti gegn Fjölni en Hvergerðingar skoruðu 40 stig í 1. leikhluta. Staðan í hálfleik var 72-44 og leiknum nánast lokið. Seinni hálfleikurinn var rólegri en forystu Hamars var aldrei ógnað. Allir leikmenn Hamars komust á blað í leiknum en Florijan Jovanov var stigahæstur með 28 stig.

Á Egilsstöðum hafði Höttur frumkvæðið stærstan hluta leiksins og sigur þeirra var öruggur að lokum, 96-66. Staðan í leikhléi var 49-35.

Deildarkeppninni er nú lokið en Hamar endaði í 2. sæti með 30 stig og mætir Hetti í 4-liða úrslitum deildarinnar. Selfoss siglir lygnan sjó í 6. sæti með 18 stig.

Tölfræði Hamars: Florijan Jovanov 28/4 fráköst, Everage Lee Richardson 20, Julian Rajic 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dovydas Strasunskas 10, Kristófer Gíslason 9/4 fráköst, Marko Milekic 9/5 fráköst/8 stoðsendingar, Mikael Rúnar Kristjánsson 8/6 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 6, Kristinn Olafsson 3, Guðbjartur Máni Gíslason 2, Arnar Daðason 2.

Tölfræði Selfoss: Marvin Smith Jr. 21/10 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 13/6 fráköst, Ari Gylfason 13/5 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Svavar Ingi Stefánsson 5, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5, Hlynur Freyr Einarsson 4 fráköst.

Fyrri grein„Grafið undan fæðuöryggi Íslendinga“
Næsta greinSelfyssingar fallnir