Hamar mætir Hetti í úrslitakeppninni

Hamar lagði nágranna sína í FSu, 84-83, í háspennuleik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust í Hveragerði. Haukar tryggðu sér sigurinn í deildinni en Hamar mætir Hetti í úrslitakeppninni.

Hvergerðingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléinu, 49-39. Seinni hálfleikur var hins vegar æsispennandi þar sem Selfyssingar átu niður forskotið og allt ætlaði um koll að keyra vegna spennu undir lokin. Hvergerðingar sýndu góðan karakter á lokasprettinum og höfðu eins stigs sigur.

Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Hamri með 22 stig og 10 fráköst. Jerry Hollis skoraði 15 stig og tók 15 fráköst og þeir Ragnar Nathanaelsson og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu báðir 13 stig.

Í liði FSu var Ari Gylfason stigahæstur með 22 stig og Daði Berg Grétarsson skoraði 21. Næstir komu Sigurður Hafþórsson með 14 stig og Svavar Stefánsson með 10.

Úrslitakeppni deildarinnar hefst i byrjun april og mæta Hamarsmenn þá Hetti.

Fyrri greinVilja sjá vegabætur að Lakagígum
Næsta greinEggert ósáttur við bréfaskriftir