Hamar mætir KR

Hamarskonur mæta KR á útivelli í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Dregið var eftir hádegi í dag.

Hamarskonur eru ósigraðar í vetur í deildarkeppninni og hafa tvívegis lagt KR að velli í hörkuleikjum.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Keflavík og Njarðvík.

Leikirnir fara fram 5. og 6. febrúar.