Hamar lyfti sér upp í 2. sætið

Nat-vélin var betri en enginn í kvöld.. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann öruggan sigur á ÍA í kvöld í 1. deild karla í körfubolta, 108-84, í Hveragerði.

Hamar tók forystuna í 1. leikhluta en ÍA minnkaði muninn í 2. leikhluta og staðan var 56-53 í hálfleik. Heimamenn voru hins vegar sterkari í seinni hálfleiknum, juku forskotið örugglega í 3. leikhluta og létu kné fylgja kviði í þeim fjórða, þar sem Skagamenn áttu engin svör.

Jose Medina var stigahæstur Hamarsmanna með 26 stig og 7 stoðsendingar og Ragnar Nathanaelsson átti enn einn stórleikinn fyrir Hvergerðinga, skoraði 17 stig, tók 17 fráköst og varði 3 skot.

Hamarsmenn lyftu sér með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar, með 16 stig en ÍA er í 7. sæti með 10 stig.

Tölfræði Hamars: Jose Medina 26/7 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 20, Ragnar Nathanaelsson 17/17 fráköst/3 varin skot, Mirza Sarajlija 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 16, Haukur Davíðsson 8, Alfonso Birgir Gomez 3, Daði Berg Grétarsson 2/4 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 4 fráköst.

Fyrri greinEndurkoma í 4. leikhluta dugði ekki til
Næsta greinFyrsti áfangi nýrrar Hamarshallar boðinn út á næstu dögum