Hamar lá í Hólminum

Hamar tapaði 85-51 þegar liðið heimsótti Snæfell í Stykkishólmi í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld.

Snæfell var sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og leiddi 51-24 í hálfleik. Munurinn jókst um 11 stig í 3. leikhluta en Hamar náði að klóra í bakkann í síðasta leikhlutanum.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 13 stig og Marín Laufey Davíðsdóttir skoraði 12.