Hamar lá gegn Njarðvík

Hamar tók á móti úrvalsdeildarliði Njarðvíkur í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir sigruðu, 74-84.

Gestirnir voru með undirtökin framan af leiknum, leiddu 16-21 að loknum 1. leikhluta og staðan í hálfleik var 33-41.

Njarðvíkingar tryggðu forskot sitt enn frekar í 3. leikhluta en Hamar náði að klóra lítillega í bakkann undir lokin.

Brandon Cotton var stigahæstur hjá Hamri með 38 stig eða tæplega helming stiga liðsins í leiknum. Louie Kirkman skoraði 10 stig, Svavar Páll Pálsson 7, Ragnar Nathanaelsson 6 og þeir Halldór Gunnar Jónsson 4 og Stefán Halldórsson voru báðir með 4 stig. Emil F. Þorvaldsson skoraði 3 stig og Bjartmar Halldórsson 2.

Fyrri greinHéldu KR niðri eftir hlé
Næsta greinPiltarnir komust ekki langt