Hamar lá gegn Njarðvík

Hamar tapaði fyrsta leik sínum í Lengjubikar karla í knattspyrnu þegar liðið mætti Njarðvík í Reykjaneshöllinni í dag. Njarðvík vann 3-0.

Njarðvíkingar komust í 1-0 í fyrri hálfleik og bættu svo við tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Fyrri greinFjóla Signý Íþróttamaður HSK 2011
Næsta greinKFR jafnaði í blálokin