Hamar lá á útivelli

Hamar heimsótti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir hafði yfirhöndina allan leikinn og sigraði 107-75.

Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og voru komnir með gott forskot í leikhléi, 55-30. Það forskot jókst enn frekar í 3. leikhluta en Hamar klóraði lítillega í bakkann í síðasta fjórðungnum.

Hamar er nú í 6. sæti deildarinnar með 6 stig og framundan er stórleikur gegn FSu á fimmtudagskvöld í Frystikistunni í Hveragerði. FSu er einu sæti ofar með 8 stig.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 32 stig/15 fráköst, Örn Sigurðarson 10 stig, Oddur Ólafsson 8 stig/4 fráköst, Rúnar Erlingsson 8 stig/5 fráköst, Mikael Kristjánsson 7 stig, Hlynur Stefánsson 3 stig, Björn Ásgeirsson 3 stig, Snorri Þorvaldsson 2 stig, Arvydas Diciunas 2/5 fráköst.

Fyrri grein„Þú getur rétt ímyndað þér hversu súrt þetta er“
Næsta greinMílan tapaði stórt á heimavelli