Hamar komst ekki í úrslitaleikinn

Úr leik hjá Hamri í Lengjubikarnum í vetur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði 1-2 þegar liðið mætti GG í undanúrslitum C-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag.

GG komst í 0-1 á 12. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Grindvíkingar tvöfölduðu forystuna á 55. mínútu en Hamri tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 5. mínútu uppbótartíma að Ísak Leó Guðmundsson kom knettinum í netið.

GG mætir því Snæfelli í úrslitaleik C-deildarinnar en Hamar er úr leik.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 3/2019 – Úrslit
Næsta greinVel mætt á vígsluhátíð Flúðaorku