Hamar kláraði Hött sannfærandi

Everage Richardson skoraði 19 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar mætir Fjölni í einvígi um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Hamar vann sannfærandi sigur á Hetti í oddaleik í Hveragerði í kvöld, 108-90, og einvígið 3-2.

Hvergerðingar mættu ákveðnir til leiks í kvöld og voru sterkari allan tímann. Staðan var 59-48 eftir frábæran fyrri hálfleik og munurinn jókst svo enn frekar í 3. og 4. leikhluta.

Hamar fékk gott framlag frá sínum lykilmönnum í kvöld en Everage Richardson var stigahæstur með 30 stig.

Einvígi Hamars og Fjölnis hefst næstkomandi laugardag og þar hefur Fjölnir heimavallarréttinn.

Tölfræði Hamars: Everage Richardson 30/6 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 20, Julian Rajic 16/9 fráköst, Marko Milekic 15/12 fráköst, Florijan Jovanov 11/4 fráköst, Kristófer Gíslason 5, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst/8 stoðsendingar, Dovydas Strasunskas 1.

Fyrri greinSigur í lokaumferðinni hjá Selfyssingum
Næsta greinAtli ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs