Hamar í undanúrslit

Hamarsmenn fagna sigri á Alftanesi í deildarkeppninni í febrúar síðastliðnum. Ljósmynd/Guðmundur Erlingsson

Sigurganga Hamars í blaki karla hélt áfram í kvöld þegar liðið heimsótti Álftanes í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins.

Álftanes veitt litla mótspyrnu í leiknum en Hamarsmenn unnu allar hrinur örugglega 25-13, 25-10 og 25-19 og tryggðu sér með því sæti á bikarúrslitahelgi Blaksambands Íslands og Kjörís.
Á úrslitahelginni er leikið með Final Four-fyrirkomulagi þar sem undanúrslit karla og kvenna fara fram laugardaginn 13. mars og úrslitin fara svo fram 14. mars.
Leikurinn í kvöld var fyrsti leikurinn í undanúrslitum og því ekki ljóst hverjum Hamarsmenn mæta í undanúrslitunum en úrslitaleikurinn fer fram 14. mars kl. 15:30 þar sem Hamarsmenn ætla sér klárlega að vera inni á vellinum.
Fyrri grein2,5 milljónir í sekt fyrir ítrekuð umferðarlagabrot
Næsta greinKindakol, líftækni og eitthvað fyrir grænkerann