Hamar í toppsætið

Hamar fór í toppsæti 2. deildar karla í knattspyrnu með góðum sigri á Tindastól/Hvöt á Grýluvelli í dag, 2-1.

Hamarsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik sem þó var markalaus. Arnþór Ingi Kristinsson kom Hamri í 1-0 snemma í seinni hálfleik með glæsilegri bakfallsspyrnu eftir innkast og þannig stóðu leikar allt fram á 82. mínútu þegar Tindastóll/Hvöt jafnaði leikinn.

Björn Ívar Björnsson svaraði hins vegar fyrir Hamar þremur mínútum síðar eftir hornspyrnu og tryggði þeim sigurinn.

Hamar hefur nú 15 stig á toppi deildarinnar en Höttur og Fjarðabyggð eru í 2. og 3. sæti með 13 og 12 stig en þau leika innbyrðis í kvöld og Höttur á einn leik til viðbótar til góða.

Fyrri greinMinning um förukonu
Næsta greinVarð fyrir torfærubíl