Hamar vann góðan heimasigur gegn Sindra í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan Selfoss tapaði á útivelli gegn Þór Akureyri.
Leikur Hamars og Sindra var jafn framan af en Hamar leiddi í leikhléi, 47-44. Hvergerðingar juku forskotið í upphafi síðari hálfleiks og bættu um betur í fjórða leikhluta sem var fjörugur og mikið skorað. Lokatölur urðu 109-92.
Á Akureyri héldu Selfyssingar í við Þórsara í fyrri hálfleik. Staðan var 46-40 í leikhléi. Þórsarar þéttu vörnina í seinni hálfleik og Selfyssingum gekk illa að skora en þeir skoruðu aðeins 21 stig í öllum seinni hálfleiknum. Lokatölur urðu 95-61.
Hamar er í 3. sæti deildarinnar og hefur unnið báða leiki sína en Selfyssingar eru án stiga í 6. sæti.
Tölfræði Hamars: Everage Lee Richardson 26/10 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 24, Dovydas Strasunskas 20, Florijan Jovanov 17/7 fráköst, Oddur Ólafsson 7/5 fráköst/10 stoðsendingar, Marko Milekic 5/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 5, Örn Sigurðarson 3, Mikael Rúnar Kristjánsson 2.
Tölfræði Selfoss: Ari Gylfason 21/8 fráköst, Michael Rodriguez 14, Maciek Klimaszewski 6/7 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 5/4 fráköst, Matej Delinac 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 4, Adam Smari Olafsson 4, Elvar Ingi Hjartarson 3.