Hamar í lykilstöðu í einvíginu

Hamar vann frábæran sigur á Val í leik þrjú í einvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Hamar leiðir nú 2-1 í einvíginu en þrjá sigra þarf til þess að tryggja úrvalsdeildarsæti.

Valsmenn byrjuðu betur í kvöld á sterkum heimvelli sínum og leiddu 25-18 eftir 1. leikhluta. Hamar svaraði fyrir sig áður en flautað var til hálfleiks en staðan var 44-42 í hálfleik.

Hvergerðingar byrjuðu svo seinni hálfleikinn af miklum krafti og tryggðu sér gott sjö stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann, 56-63. Hamar stóðst öll áhlaup Valsmanna í 4. leikhluta og hélt forystunni til leiksloka. Lokatölur urðu 73-82.

Fjórði leikurinn í einvíginu verður á sunnudagskvöld í Hveragerði kl. 16:30.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 30 stig/14 fráköst/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 19 stig/8 fráköst, Snorri Þorvaldsson 11 stig/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9 stig, Rúnar Ingi Erlingsson 6 stig/7 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 5 stig/5 fráköst, Oddur Ólafsson 2 stig.

Fyrri greinSandvíkurtjaldurinn er lentur
Næsta grein„Ábyrgð á öryggi íbúa og gesta er í húfi“