Hamar í harðri baráttu

Hamar tók á móti KB í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á sama tíma sótti KFR Berserki heim.

Hamar vann öruggan sigur á KB á Grýluvelli. Vladimir Panic kom Hamri yfir á 29. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Matthías Rocha tvöfaldaði forskot Hamars á 70. mínútu og Bjarki Jónínuson bætti þriðja markinu við á 82. mínútu en í millitíðinni höfðu KB menn laumað inn marki. Lokatölur 3-1.

Leikur Berserkja og KFR var markalaus allt þar til á 55. mínútu að heimamenn komust yfir. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og Berserkir bættu svo þriðja markinu við skömmu fyrir leikslok.

Hamar er í harðri toppbaráttu í riðlinum, hefur 18 stig í 3. sæti. KFR er hins vegar í botnsætinu með 3 stig.

Fyrri greinThelma Björk bætti tvö Selfossmet
Næsta greinRóbert hreppti Pétursbikarinn