Hamar í 4. sæti

Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar varð í 4. sæti í 4. deild karla í knattspyrnu í dag eftir að hafa tapað úrslitaleik um 3. sætið gegn Vængjum Júpíters á Grýluvelli í Hveragerði í dag.

Sam Malson kom Hamri yfir á 25. mínútu og á 44. mínútu bætti Kristinn Ásgeir Þorbergsson við marki. Gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var 2-1 í leikhléi.

Um miðjan seinni hálfleikinn jöfnuðu Vængirnir 2-2 og reyndist það síðasta markið í venjulegum leiktíma. Því var gripið til framlengingar og þar skoruðu gestirnir tvö mörk, án þess að Hamarsmenn næðu að svara fyrir sig.

Fyrri greinSelfyssingar sprækir á Akureyri
Næsta greinFramboði Ábyrgrar framtíðar hafnað