Hamar HSK-meistari í blaki karla

Lið Hamars er HSK meistari karla í blaki 2022. Ljósmynd/HSK

Seinni umferðin í HSK móti karla í blaki fór fram á Flúðum í gærkvöldi. Leikar fóru þannig að Hamar vann alla sína leiki 2-0 og urðu þar með HSK meistarar í blaki 2022. Hrunamenn urðu í öðru sæti og Laugdælir í þriðja.

Þrátt fyrir úrslitin þá voru leikirnir jafnir og spennandi og augljóst að kófið er að renna af mönnum.

Hamar fékk 12 stig en þeir fóru í gegnum mótið án þess að tapa hrinu. Hrunamenn fengu 6 stig en Laugdælir voru stigalausir.

Fyrri greinFjólu til forystu!
Næsta greinÍþrótta- og æskulýðsmál í Rangárþingi eystra