Hamar hikstar áfram

Eftir frábært gengi framan af Íslandsmótinu eru Hamarsvélin farin að hiksta í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Hamar tapaði 1-0 gegn Stál-úlfi í dag.

Stál-úlfur skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn og hirti stigin þrjú.

Hamar er nú með 18 stig í 3. sæti A-riðils en liðin í efstu sætunum, og Snæfell/UDN sem er í 4. sætinu með 16 stig eiga öll leik til góða á Hamar.

Fyrri greinÁrborg endurheimti toppsætið
Næsta greinKristrún á leið til Rómar