Hamar hikstaði undir lokin

Hamar heimsótti Keflavík í Fyrirtækjabikar kvenna í körfubolta í dag. Eftir jafnan leik gáfu Hvergerðingar eftur undir lokin og Keflavík vann öruggan sigur.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Hamar leiddi í leikhléinu, 44-49.

Hamar náði sjö stiga forskoti í 3. leikhluta, 50-57, en Keflavík svaraði með tíu stiga áhlaupi og komst yfir, 60-57.

Í upphafi síðasta fjórðungsins var staðan 68-65 en Keflavík hafði frumkvæðið undir lokin og kláraði leikinn með 17-2 leikkafla og lokatölur voru 92-70.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 20 stig, Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 17 og tók 11 fráköst, Di’Amber Johnson skoraði 16 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir 7, Dagný Lísa Davíðsdóttir 4, Jenný Harðardóttir 3, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2 og Sóley Guðgeirsdóttir 1.

Fyrri greinEyberg með eina mark leiksins
Næsta greinKynnisferð upp á hálendið