Hamar heldur toppsætinu

Ýmir og Hamar skildu jöfn í hörkuleik í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi, 2-2, í baráttunni um toppsæti riðilsins.

Ýmismenn komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 allt fram á 77. mínútu leiksins að Milos Bursac jafnaði fyrir Hamar. Mínútu síðar hafði Bjarki Rúnar Jónínuson komið þeim yfir og staðan orðin 1-2.

Lokakaflinn var spennandi en þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum fékk Ýmir dæmda vítaspyrnu og úr henni skoraði Samúel Kjartansson, fyrrum leikmaður Hamars. Lokatölur 2-2.

Hamar heldur toppsætinu og er með 14 stig eftir sex umferðir en Ýmir er í 2. sæti með 13 stig.

Fyrri greinJovanov í Hamar
Næsta greinEkið á sauðfé á þjóðvegi 1