Hamar heldur sigurgöngunni áfram

Hamarsmenn eru ennþá ósigraðir á toppi 1. deildar karla í körfubolta eftir 73-88 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld.

Lárus Jónsson þjálfari var stigahæstur hjá Hamri með 19 stig, Ragnar Nathanaelsson skoraði 16, Örn Sigurðarson 15, Halldór Gunnar Jónsson 12, Jerry Lewis Hollis 10, Hjalti Valur Þorsteinsson og Bjartmar Halldórsson 6 og Emil F. Þorvaldsson 4.

Hamar og Valur eru einu liðin sem ekki hafa tapað leik í deildinni og sitja á toppnum með 12 stig. Næsti leikur Hamars er einmitt gegn Val á heimavelli næstkomandi miðvikudag.

Fyrri greinSelur, stillir og gerir við
Næsta greinSpennandi keppni á Rangæingamóti