Hamar gaf eftir í seinni hálfleik

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar

Kvennalið Hamars sótti b-lið Keflavíkur heim í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld og tapaði 88-59.

Keflavík komst yfir strax í 1. leikhluta og leiddi að honum loknum, 24-18. Annar leikhlutinn var jafn og staðan í leikhléi 50-43. 

Hamarskonur mættu illa stemmdar inn í seinni hálfleikinn og skoruðu aðeins fjögur stig í 3. leikhluta gegn sextán stigum Keflavíkur. Keflvíkingar juku svo forskotið enn frekar í 4. leikhluta og sigruðu að lokum 88-59.

Hamar er áfram í 7. sæti deildarinnar með 4 stig en Keflavík-b er í 2. sæti með 24 stig.

Tölfræði Hamars: Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 19/16 fráköst/6 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 13/6 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 8/7 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 1, Perla María Karlsdóttir 1.

Fyrri greinUngur ökumaður í akstursbann
Næsta greinStöðvuðu stolinn bíl með naglamottu við Selfoss