Hamar gaf eftir í seinni hálfleik

Álfhildur Þorsteinsdóttir skoraði 24 stig og tók 17 fráköst. Ljósmynd/Benóný Þórhallsson

Hamar heimsótti Þór Akureyri í 1. deild kvenna í körfubolta í dag og beið lægri hlut, 91-62.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Þór leiddi í leikhléi, 44-36. Hamar gaf aðeins eftir í seinni hálfleik og Þórsarar voru sterkari, unnu báða leikhlutana örugglega og sigruðu að lokum 91-62.

Hamar er í botnsæti deildarinnar með 2 stig en Þór Ak. er í 2. sæti með 14 stig.

Tölfræði Hamars: Una Bóel Jónsdóttir 14/4 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 12/7 fráköst, Perla María Karlsdóttir 12/6 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 9/6 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 6, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 5/8 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Lilja Thorsteinson 3, Dagrún Ösp ssurardóttir 1.

Fyrri greinSkiptir miklu máli að lífrænum úrgangi sé safnað sérstaklega
Næsta greinSelfoss skoraði ekki síðustu fimmtán mínúturnar