Hamar gaf eftir í lokin

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar
Kvennalið Hamars tapaði 74-57 gegn ÍR í 1. deildinni í körfubolta á útivelli í gærkvöldi. Leikurinn var lengst af jafn en Hamar gaf eftir í lokin.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Hamarskonur náðu frumkvæðinu í 2. leikhluta og leiddu 32-35 í hálfleik.
Hamar hélt forystunni lengst af 3. leikhluta og fram í þann fjórða en þá tók ÍR heldur betur við sér. Heimakonur gerðu 14-1 áhlaup í upphafi 4. leikhluta og breyttu stöðunni í 60-49 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Hamar náði ekki að svara fyrir sig á lokamínútunum og ÍR fagnaði sigri.
Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 2 stig en ÍR er í 4. sæti með 12 stig.
Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 17/5 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 14, Jenný Harðardóttir 8/12 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 6, Helga Sóley Heiðarsdóttir 5, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 3, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3/8 fráköst, Perla María Karlsdóttir 1, Una Bóel Jónsdóttir 0.
Fyrri greinHaukur og Barbára íþróttafólk ársins
Næsta greinHekla sigraði á héraðsmótinu