Hamar fékk Val í bikarnum

Kvennalið Hamars dróst á móti Val í 4-liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta. Leikurinn fer fram í Hveragerði.

Í hinum leiknum mætast Snæfell og Keflavík en Hamar var eina 1. deildarliðið í pottinum þegar dregið var í dag. Leikirnir fara fram 25.-27. janúar.

Hamar og Valur hafa hvorugt farið í úrslitaleik bikars áður en ljóst er að annað þeirra fer í úrslit í ár.

Þjálfari Vals er Ágúst Björgvinsson, fyrrum þjálfari Hamars, og með liðinu leika þær Jaleesa Butler, Þórunn Bjarnadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir sem allar hafa leikið með Hamri.