Hamar fékk Val í bikarnum

Kvennalið Hamars dróst á móti Val í 4-liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta. Leikurinn fer fram í Hveragerði.

Í hinum leiknum mætast Snæfell og Keflavík en Hamar var eina 1. deildarliðið í pottinum þegar dregið var í dag. Leikirnir fara fram 25.-27. janúar.

Hamar og Valur hafa hvorugt farið í úrslitaleik bikars áður en ljóst er að annað þeirra fer í úrslit í ár.

Þjálfari Vals er Ágúst Björgvinsson, fyrrum þjálfari Hamars, og með liðinu leika þær Jaleesa Butler, Þórunn Bjarnadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir sem allar hafa leikið með Hamri.

Fyrri greinJón Daði vill knattspyrnu fyrir alla
Næsta greinÞjófur stal þremur verðmætum úlpum í FSu