Hamar fékk skell í Vesturbænum

Hamar tapaði stórt þegar liðið heimsótti KR í 1. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í gær. Lokatölur í Vesturbænum voru 93-56.

KR byrjaði betur í leiknum og leiddi í leikhléi, 40-27. Hamarskonur mættu sterkar inn í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í átján stig en í síðasta fjórðungnum stungu KR-ingar af og unnu að lokum stórsigur.

Helga Sóley Heiðarsdóttir var best í liði Hamars og tók meðal annars 9 fráköst. Álfhildur Þorsteinsdóttir var stigahæst með 27 stig.

Tölfræði Hamars: Álfhildur Þorsteinsdóttir 27/5 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 11/5 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Sóley Heiðarsdóttir 5/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Katrín Eik Össurardóttir 3, Dagrún Ösp ssurardóttir 0, Rakel Ósk Antonsdóttir 0, Hrafnhildur Birna Hallgrímsdóttir 0, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 0, Bjarney Sif Ægisdóttir 0, Adda María Óttarsdóttir 0, Vilborg Óttarsdóttir 0.

Fyrri greinOpna hlöður í Vík og á Klaustri
Næsta greinHáspenna-Framlenging í Grindavík