Hamar fékk skell í Njarðvík

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar

Kvennalið Hamars steinlá þegar það heimsótti Njarðvík í 1. deildinni í körfubolta í dag, 92-35.

Sóknarleikur Hvergerðinga gekk illa og liðið skoraði aðeins 15 stig í fyrri hálfleik, gegn 44 stigum Njarðvíkur.

Forskot Njarðvíkur jókst enn frekar í seinni hálfleiknum. Hamar átti ágætan kafla undir lok 3. leikhluta en í þeim fjórða fór allt í sama farið og Njarðvík skoraði 20 stig í röð í upphafi leikhlutans og náði mest 61 stiga forystu.

Hamar er í botnsæti deildarinnar með 4 stig en Njarðvík er í 4. sæti með 24 stig.

Tölfræði Hamars: Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 8/6 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 7, Una Bóel Jónsdóttir 6, Emma Hrönn Hákonardóttir 3, Ingibjörg Bára Pálsdóttir 2, Íris Ásgeirsdóttir 1.

Fyrri greinHalldór Jóhann tekur við Selfoss
Næsta greinBikarmeistararnir töpuðu fyrir Reykjavíkurmeisturunum