Hamar fékk skell gegn toppliðinu

Dareial Franklin skoraði 21 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Karlalið Hamars tapaði illa gegn toppliði Hattar á útivelli á Egilsstöðum í kvöld, í 1. deildinni í körfubolta.

Höttur hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og Hamri tókst aðeins að skora 21 stig í fyrstu tveimur leikhlutunum. Staðan var 63-21 í hálfleik. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða var staðan orðin 103-45. Leikurinn fyrir löngu búinn en lokatölur urðu 119-63.

Hamar mætti aðeins með sex leikmenn til leiks á Egilsstöðum og komust þeir allir á blað. Dareial Franklin var stigahæstur með 21 stig og Maciek Klimaszewski skoraði 19.

Hamar er áfram í 9. sæti deildarinnar með 6 stig en Höttur er á toppnum með 26 stig.

Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 21/8 fráköst/7 stoðsendingar/7 stolnir, Maciek Klimaszewski 19/5 fráköst, Haukur Davíðsson 11/5 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 8, Baldur Freyr Valgeirsson 2/4 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 2.

Fyrri greinLöngu tímabært að efna gefin loforð
Næsta greinVestan stormur á þriðjudag