Hamar fékk skell gegn toppliðinu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars fékk topplið Snæfells í heimsókn í Domino's-deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 39-69, Snæfelli í vil.

Það var lítið skorað framan af leik en Snæfell leiddi með níu stigum í hálfleik, 21-30. Gestirnir gerðu svo áhlaup í 3. leikhluta sem skilaði þeim góðu forskoti inn í síðasta fjórðunginn. Staðan var 27-51 þegar síðasti leikhlutinn hófst en í honum náði Snæfell að auka forskotið um sex stig til viðbótar.

Hamar er áfram á botni deildarinnar með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 11 stig/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5 stig, Íris Ásgeirsdóttir 5 stig/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5 stig/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4 stig/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2 stig, Jenný Harðardóttir 2 stig/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2 stig.

Fyrri greinSelfyssingar bikarmeistarar í 4. flokki karla
Næsta grein33 milljónum króna yfir áætlun