Hamar fékk skell á útivelli

Hamar tapaði með 68 stiga mun þegar liðið heimsótti Keflavík í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 114-68.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru Keflvíkingar miklu sterkari aðilinn. Staðan í hálfleik var 58-22.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 20 stig og 10 fráköst. Katrín Eik Össurardóttir skoraði 9 stig, Þórunn Bjarnadóttir 8, Salbjörg Sævarsdóttir 5 og þær Heiða Valdimarsdóttir og Sóley Guðgeirsdóttir skoruðu 2 stig hvor.

Hamar er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig.

Fyrri greinLjúfir kærleiksmolar
Næsta grein33 lögreglumenn munu starfa við lögregluna á Suðurlandi