Hamar fékk Keflavík úti

Hamar mætir Pepsi-deildarliði Keflavíkur í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu en dregið var í hádeginu í dag.

Hvergerðingar áttu eina sunnlenska liðið sem eftir var í pottinum og Hamar er eina liðið úr 3. deild sem enn er með í keppninni.

Leikur Keflavíkur og Hamars verður fimmtudaginn 19. júní kl. 19:15 á Nettóvellinum í Reykjanesbæ.

Aðrir leikir í 16-liða úr­slit­um:
Stjarn­an – Þrótt­ur R.
KR – Fjöln­ir
KV – Fram
Vík­ing­ur – Fylk­ir
BÍ/​Bol­ung­ar­vík – ÍR
Breiðablik – Þór
ÍBV – Val­ur